Segir fréttirnar um Schumacher falsfréttir

Michael Schumacher
Michael Schumacher AFP

Formúlu 1 ökuþórinn fyrrverandi Johnny Herbert sakar þýska fjölmiðla um falsfréttir um sjöfalda heimsmeistarann Michael Schumacher.

Schumacher hefur ekki sést opinberlega í rúman áratug eða síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi á Ítalíu.

Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í haust að Schumacher hafi verið viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar og að símar hafi verið teknir af gestum til að koma í veg fyrir að þeir tækju myndir.

„Það var ekkert sannleikskorn í þeim fréttum. Við fáum væntanlega aldrei að sjá hann opinberlega aftur,“ sagði Herbert við Flashscore.

Herbert og Schumacher voru samherjar hjá Benetton á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert