Fær gullverðlaun 14 árum síðar

Martin Fourcade er einn best íþróttamaður Frakklands frá upphafi.
Martin Fourcade er einn best íþróttamaður Frakklands frá upphafi. AFP/Fabrice Coffrini

Frakkinn Martin Fourcade fékk sín sjöttu gullverðlaunum fjórtán árum eftir að hafa keppt í 15 kílómetra göngu í skíðaskotfimi á vetrarólympíuleikunum í Vancouver. 

Alþjóða Íþróttadómstóllinn greindi frá þessu í gær en Dourcade hafnaði í öðru sæti í keppninni árið 2010 á eftir Rússanum Evgeny Ustyugov.

Þá stóðst Ustyugov lyfjapróf eftir keppnina. Fyrir fjórum árum var lyfjaeftirlitið hins vegar komið með betri tækni til að mæla lyfjapróf. Þá var sýni Ustygov prófað aftur, líkt og hjá mörgum öðrum, og kom þá í ljós að hann hafði notað ólögleg lyf til að fjölga blóðkornum. 

Rússinn áfrýjaði dómnum og hefur málið nú farið alla leið. Rússinn fær fjögurra ára bann og öll úrslit hans á árunum 2010 til 2014 verða þurrkuð út. 

Fourcde hætti árið 2010 en ásamt því að vera sexfaldur ólympíumeistari hefur hann 13 sinnum orðinn heimsmeistari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka