Belgíski hjólreiðakappinn Tuur Hancke lést á nítján ára afmælisdaginn sinn.
Belgíska hjólreiðasambandið greindi frá tíðindunum í yfirlýsingu.
Hancke fór heim veikur úr kennslustund síðasta mánudag og hélt að hann væri kvefaður því hann hafði hjólað í rigningunni daginn áður.
Ástand hans versnaði og var hann sendur upp á spítala þar sem læknar gáfu honum sýklalyf. Stuttu síðar lést hann en þetta kemur fram í umfjöllun Het Nieuwsblad.
Hancke lést aðeins nokkrum vikum eftir að hann tilkynnti að hann myndi hætta í hjólræðum til að hefja nýjan kafla í lífinu.