Pílukastarinn enski Leighton Bennett hefur verið úrskurðaður í átta ára bann fyrir hagræðingu úrslita.
Bennett, sem var aðeins 13 ára gamall þegar hann varð yngsti heimsmeistari ungmenna frá upphafi, verður orðinn 27 ára þegar hann má keppa á ný.
Grunur um hagræðingu úrslita vaknaði eftir furðuleg köst sem kostuðu hann óvænt töp í þremur viðureignum. Fór hann þá illa með góða stöðu með köstum sem virtust viljandi léleg.
Bennett var einnig sektaður um 8.100 pund eða tæpa eina og hálfa milljón króna.