Ólympíumeistarinn Remco Evenepoel slasaðist alvarlega við æfingar í heimalandinu Belgíu í dag.
Evenepoel, sem vann tvenn gullverðlaun í götuhjólreiðum á Ólympíuleikunum í París, varð fyrir því óláni að hjóla á póstbíl á miklum hraða.
Hinn 24 ára gamli Evenepoel átti sitt besta tímabil til þessa í ár en hann varð þriðji í Frakklandshjólreiðunum virtu og varð heimsmeistari í tímatöku.
The Athletic greinir frá að Evenepoel hafi hlotið beinbrot á nokkrum stöðum og þar á meðal á öxl og á hægri handlegg.