Annar leikmaðurinn sem missir barn á árinu

Það hefur lítið gengið upp hjá San Francisco 49ers á …
Það hefur lítið gengið upp hjá San Francisco 49ers á árinu. AFP/Bryan Bennett

Eiginkona bandaríska NFL-leikmannsins Trent Williams, Sondra Williams, fæddi andvana barna á dögunum en Trent leikur með San Francisco 49ers í bandarísku NFL-deildinni.

Hjónin greindu sjálf frá þessu á samfélagsmiðlum sínum en Williams var gengin 35 vikur þegar hún fæddi son þeirra, Trenton Jr., andvana, þann 24. nóvember.

Þá greindi hún einnig frá því að hún hefði misst tvíburabróður Trenton Jr. fyrr á meðgöngunni en Trent Williams hefur misst af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla.

Fyrr á þessu ári missti varnarmaðurinn Charvarius Ward eins árs gamla dóttur sína en hún fæddist með hjartagalla. 

Innan vallar hefur lítið gengið upp hjá San Francisco 49ers á tímabilinu en liðið hefur aðeins unnið fimm leiki á leiktíðinni og er í neðsta sæti NFC-vesturdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert