Hollandskappaksturinn í Formúlu 1 heyrir sögunni til frá og með tímabilinu 2027, þrátt fyrir að heimsmeistari síðustu fjögurra ára Max Verstappen sé Hollendingur.
Mun Verstappen því ekki keppa á heimavelli eftir tímabilið 2026. Formúla 1 sneri aftur til Hollands árið 2021 eftir 35 ára fjarveru og staldrar því stutt við á heimavelli heimsmeistarans.
Tímabilinu í Formúlu 1 lýkur um næstu helgi þegar Abú Dabí-kappaksturinn fer fram. Verstappen hefur þegar tryggt sér heimsmeistaratitil ökuþóra.