Silfur og brons á lokakvöldinu

Katja Lilja Andryisdóttir fékk silfur.
Katja Lilja Andryisdóttir fékk silfur. Ljósmynd/SSÍ

Tvær íslenskar stúlkur komust á verðlaunapall á lokaspretti Norðurlandamótsins í sundi í Vejle í Danmörku í gærkvöld.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir fékk brons.
Ylfa Lind Kristmannsdóttir fékk brons. Ljósmynd/SSÍ

Katja Lilja Andryisdóttir krækti í sín önnur verðlaun í fullorðinsflokki á mótinu þegar hún varð önnur í 800 metra skriðsundi á 8:58,78 mínútum og náði sínum besta árangri í greininni.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir hreppti bronsverðlaunin í 200 metra baksundi í unglingasundi en hún bætti tíma sinn um tæpar tvær sekúndur og synti á 2:15,09 mínútum.

Íslensku keppendurnir koma því heim með samtals tíu verðlaun frá mótinu, fern silfurverðlaun og sex bronsverðlaun. Á sama móti fyrir ári síðan fengu Íslendingar sjö verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert