Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí mátti sætta sig við stórt tap, 15:1, fyrir heimakonum í Slóvakíu í annarri umferð undankeppni Ólympíuleikanna í Piestany í kvöld.
Staðan var 3:0 að lokinni fyrstu lotu og 11:1 að annarri lotu lokinni. Slóvakar bættu svo við fjórum mörkum til viðbótar í þriðju og síðustu lotu.
Silvía Björgvinsdóttir skoraði mark Íslands þegar hún minnkaði muninn í 7:1.
Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni til þessa og mætir Kasakstan í lokaumferðinni á sunnudag.