Slógu átta ára gamalt Íslandsmet á HM

Guðmundur Leó Rafnsson, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og …
Guðmundur Leó Rafnsson, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Símon Elías Statkevicius. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Boðsundssveit Íslands í 4x50 metra skriðsundi gerði sér lítið fyrir og bætti átta ára gamalt Íslandsmet á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Búdapest í Ungverjalandi í morgun.

Sveitina skipuðu þau Símon Elías Statkevicius, Guðmundur Leó Rafnsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir en þau komu í mark á tímanum 1:34,12 mínútum og bættu gamla metið um tæpar tvær sekúndur og höfnuðu í 19. sæti.

Þá hafnaði Einar Margeir Ágústsson í 27. sæti í 200 metra bringusundi og Birnir Freyr Hálfdánarson varð í 51. sæti í 100 metra flugsundi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert