Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur skipað starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum í Laugardal.
Starfshópurinn er skipaður samanber viljayfirlýsingu sem undirrituð var 2. september síðastliðinn um framtíðaruppbyggingu þjóðarleikvanga fyrir frjálsíþróttir og knattspyrnu.
Sú viljayfirlýsing var undirrituð af forsætisráðherra, mennta-og barnamálaráðherra, fjármálaráðherra, Reykjavíkurborg, Frjálsíþróttasambandi Íslands og Knattspyrnusambandi Íslands.
Í tilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands segir að verkefni starfshópsins séu meðal annars að:
Starfshópinn skipa eftirfarandi:
Gunnar Svavarsson, formaður
Freyr Ólafsson
Þórey Edda Elísdóttir
Ámundi V. Brynjólfsson
Helga Friðriksdóttir
Oddný Kristinsdóttir (varamaður)
Sigurður Haraldsson (varamaður)
Guðni Guðmundsson (varamaður)
Þórhildur Lilja Ólafsdóttir (varamaður)
„Skipun starfshópsins er mikið gleðiefni fyrir frjálsíþróttahreyfinguna. Stærra og meira en margir gætu haldið. Þetta er nefnilega framkvæmdarnefnd um uppbyggingu! Frjálsíþróttaaðstaðan er nú þegar farin af Laugardalsvelli og því mikilvægt að uppbyggingu ljúki sem fyrst.
Erum sannarlega þakklát miklum áhuga bæði ríkis og borgar að láta þá drauma rætast. Þjóðarleikvangurinn verður mikilvægur þáttur í öllu afreksstarfi í frjálsíþróttum, uppbyggingu Afreksmiðstöðvar Íslands, en verður einnig mikilvæg lyftistöng fyrir frjálsíþróttir barna- og unglinga í Laugardal og nágrenni.
Við höfum fundið fyrir sterkri þverpólitískri samstöðu í eflingu og uppbyggingu í afreksmálum og táknrænt að þessi nefnd skuli hefja störf einmitt nú við stjórnarskipti“, segir Freyr Ólafsson formaður Frjálsíþróttasambands Íslands í tilkynningu sambandsins.