Mjög óvænt úrslit á HM í pílukasti

Michael Smith varð heimsmeistari árið 2023 og er í öðru …
Michael Smith varð heimsmeistari árið 2023 og er í öðru sæti heimslistans í dag. Ljósmynd/PDC

Michael Smith er úr leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti eftir tap gegn Kevin Doets í 2. umferð keppninnar í gær í Lundúnum, 3:2.

Smith, sem er 34 ára gamall, er sem stendur í öðru sæti heimslistans og fagnaði sigri á heimsmeistaramótinu árið 2023 en Doets er í dag í 51. sæti heimslistans.

Doets hafði betur í oddasetti gegn Smith, 6:4, en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Smith fellur úr leik í 2. umferð heimsmeistaramótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert