Talaði ekki við eiginkonuna í þrjá mánuði

Tyson Fury.
Tyson Fury. AFP/Justin Tallis

Breski hnefaleikakappinn Tyson Fury talaði ekki við eiginkonu sína til sextán ára, Paris Fury, í þrjá mánuði á meðan hann undirbjó sig fyrir bardaga gegn Oleksandr Usyk um heimsmeistaratitilinn í þungavigt.

Fury og Usyk mætast í hringnum á morgun í Sádi-Arabíu en Bretinn tapaði fyrir Usyk í maí á þessu ári og er það eina tap Bretans á ferlinum í 37 bardögum.

Tyson og Paris hafa verið gift í 16 ár og eiga saman sjö börn en Paris greindi frá því í haust að hún hefði fætt andvana barn um svipað leyti og Fury og Usyk mættust í maí.

Langt og strangt ferli

„Þetta hafa verið ansi langar æfingabúðir og ferlið hefur verið langt og strangt,“ sagði Fury í samtali við breska miðilinn OK!.

„Ég hef ekki séð konuna mína eða börnin í þrjá mánuði. Ég hef ekki sagt eitt orð við konuna mína allan þennan tíma. 

Ég hef fórnað miklu fyrir þennan bardaga en ég er sannfærður um það að það sé allt þess virði,“ bætti fyrrverandi heimsmeistarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert