„Já, ég held það,“ sagði hjólreiðakonan og margfaldi Íslandsmeistarinn María Ögn Guðmundsdóttir í Dagmálum þegar hún var spurð að því hvort hún teldi að Íslendingar væru hræddir við það að elta draumana sína.
María Ögn, sem er 43 ára gömul, stendur á tímamótum á sínum ferli en hún hefur verið ein fremsta hjólreiðakona landsins undanfarna tvo áratugi.,
María Ögn, sem er 43 ára gömul, skrifaði undir atvinnumannasamning við franska hjólaliðið Cafe Du Cyclist árið 2022. Hún viðurkennir að það hafi verið mikið púsluspil að elta hjóladrauminn og ítrekar að hún hafi þurft að færa miklar fórnir líka.
„Það er bara þannig að ef þig raunverulega langar til þess að gera eitthvað, þá þarftu að minnka við þig einhversstaðar annarsstaðar, og það eru ekkert allir til í það,“ sagði María.
„Fólk finnur oft virði sitt í öðru en ég finn virðið í því að ferðast, vera úti í náttúrunni og hitta fólk. Ég er ekki að hugsa um einhver veraldleg gæði eða hluti,“ sagði María Ögn meðal annars.
Viðtalið við María Ögn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.