Andri og Anna valin best

Andri Nikolaysson Mateev.
Andri Nikolaysson Mateev.

Andri Nikolaysson Mateev úr Skylmingafélagi Reykjavíkur er skylmingakarl ársins 2024 og Anna Edda Gunnarsdóttir Smith úr FH er skylmingakona ársins að mati Skylmingasambands Íslands.

Andri er skylmingakarl ársins í níunda sinn. Hann var lykilmaður í karlalandsliðinu sem varð í 11. sæti á Evrópumeistaramótinu í Basel.

Andri hafnaði sjálfur í 35. sæti á Evrópumeistaramótinu 2024 og er það besti árangur karla í íslenskum skylmingum á EM. Á Grand Prix móti í Seúl náði Andri 35. sæti af 200 keppendum, sem er besti árangur íslensks skylmingamanns á Grand Prix-móti.

Andri er í 35. sæti á lista evrópska skylmingasambandsins og 90. sæti af 753 keppendum á heimslista. Árangurinn í ár skilaði honum upp um 95 sæti á heimslistanum.

Anna Edda í fjórða sinn

Þetta er í fjórða skiptið sem Anna Edda hlýtur verðlaunin sem skylmingakona ársins.

Hún varð Íslandsmeistari i kvennaflokki og fékk bronsverðlaun í keppni kvenna með höggsverði á Reykjavíkurleikunum í byrjun árs 2024.

Anna Edda tók þátt í sínu öðru heimsmeistaramóti þegar hún keppti fyrir Íslands hönd í skylmingum með höggsverði á HM 2024 í Riyadh í Sádi-Arabíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert