Andri Nikolaysson Mateev úr Skylmingafélagi Reykjavíkur er skylmingakarl ársins 2024 og Anna Edda Gunnarsdóttir Smith úr FH er skylmingakona ársins að mati Skylmingasambands Íslands.
Andri er skylmingakarl ársins í níunda sinn. Hann var lykilmaður í karlalandsliðinu sem varð í 11. sæti á Evrópumeistaramótinu í Basel.
Andri hafnaði sjálfur í 35. sæti á Evrópumeistaramótinu 2024 og er það besti árangur karla í íslenskum skylmingum á EM. Á Grand Prix móti í Seúl náði Andri 35. sæti af 200 keppendum, sem er besti árangur íslensks skylmingamanns á Grand Prix-móti.
Andri er í 35. sæti á lista evrópska skylmingasambandsins og 90. sæti af 753 keppendum á heimslista. Árangurinn í ár skilaði honum upp um 95 sæti á heimslistanum.
Þetta er í fjórða skiptið sem Anna Edda hlýtur verðlaunin sem skylmingakona ársins.
Hún varð Íslandsmeistari i kvennaflokki og fékk bronsverðlaun í keppni kvenna með höggsverði á Reykjavíkurleikunum í byrjun árs 2024.
Anna Edda tók þátt í sínu öðru heimsmeistaramóti þegar hún keppti fyrir Íslands hönd í skylmingum með höggsverði á HM 2024 í Riyadh í Sádi-Arabíu.