Snjóbrettakonan Sophie Hediger, sem var lansliðskona Sviss, lést í snjóflóði aðeins 26 ára gömul.
Svissneska skíðasambandið greindi frá tíðindunum í yfirlýsingu í dag. Atvikið gerðist í fjallabænum Arosa í Sviss í gær.
Hediger keppti meðal annars fyrir hönd Sviss á Vetrarólympíuleikunum í Kína árið 2022.