Handknattleikskonan Perla Ruth Albertsdóttir og júdókappinn Sigurður Fannar Hjaltason eru íþróttafólk ungmennafélagsins Selfoss árið 2024.
Verðlaunaafhendingin fór fram í félagsheimilinu Tíbrá fyrir jól.
Perla Ruth var burðarás í liði Selfoss sem bar sigur úr býtum í 1. deildinni á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í úrvalsdeild. Hún hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðinu á árinu og var markahæst íslensku leikmannanna á Evrópumótinu í nóvember og desember.
Sigurður Fannar varð Íslandsmeistari í 100+ kg flokki í júdó í maí og hafði skömmu áður hafnað í öðru sæti á vormóti í sínum flokki.