Thelma og Þorsteinn Leó best hjá Aftureldingu

Thelma Dögg Grétarsdótir og Þorsteinn Leó Gunnarsson.
Thelma Dögg Grétarsdótir og Þorsteinn Leó Gunnarsson. Ljósmynd/Afturelding

Blakkonan Thelma Dögg Grétarsdóttir og handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson voru í kvöld útnefnd íþróttafólk Aftureldingar á árinu 2024.

Thelma Dögg var lykilmaður hjá Aftureldingu þegar liðið varð bikarmeistari í vor. Einnig var hún lykilmaður í íslenska landsliðinu eins og undanfarin ár.

Þorsteinn Leó var sömuleiðis lykilmaður hjá Aftureldingu á síðasta tímabili og var svo seldur til Porto í Portúgal í sumar, þar sem hann hefur haldið áfram að standa sig vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert