Dómari blóðgaðist eftir slagsmál leikmanna

Einn af dómurum leiksins var blóðugur eftir slagsmálin.
Einn af dómurum leiksins var blóðugur eftir slagsmálin. Ljósmynd/Skjáskot á Twitter

Dómari var blóðugur eftir að slagsmál brutust út í leik háskólaliða NC State og East Carolina í ruðningi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 

East Carolina vann leikinn, 26:21, en undir lok leiks sauð allt upp úr. 

Þá lentu leikmenn liðanna í slagsmálum og blóðgaðist einn dómari eftir að hjálmur leikmanns fór í adnlit hans. Alls voru átta leikmenn reknir af velli í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert