Sló út heimsmeistarann á magnaðan hátt

Peter Wright stóð sig frábærlega í kvöld.
Peter Wright stóð sig frábærlega í kvöld. AFP

Peter Wright sló út heimsmeistarann Luke Humphries í 16-manna úrslitunum á HM í pílukasti í Lundúnum í kvöld. 

Wright, sem varð heimsmeistari 2020 og 2022, hefur ekki átt gott ár en náði að vinna stórkostlegan sigur á heimsmeistaranum, 4:1. 

Þá eru Gerwn Price og Robert Owen einnig komnir áfram í átta manna úrslitin en Price vann Jonny Clyaton, 4:2, og Owen vann Ricky Evans, 4:2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert