Ekki lengur afrekssérsambönd að mati ÍSÍ

Keppni í karate.
Keppni í karate. ÍBR/Kjartan Einarsson

Þrjár breytingar voru gerðar á flokkun sérsambanda hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, ÍSÍ, frá síðasta ári.

Fyrr í mánuðinum samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ þá tilögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að Júdó- og Karatesamband Íslands færist úr flokki afrekssérsambanda í flokk verkefnasérsambanda. Þá færist Blaksamband Íslands úr flokki verkefnasérsambanda yfir í flokki afrekssérsambanda. 

Flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fer eftir alþjóðlegum árangri og umfangi alþjóðlegrar mótaþátttöku. Eru afrékssérsamböndin svo flokkuð eftir fimm þrepa árangurskvarða út frá árangri þeirra í aþjóðlegum mótum undanfarin ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert