Juan Jaime, fyrrverandi kastari hjá Atlanta Braves í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta, er látinn 37 ára að aldri.
Í bandarískum fjölmiðlum kemur fram að Jaime hafi látist úr hjartaáfalli. Hann var frá Dóminíska lýðveldinu.
Á ferlinum var Jaime á mála hjá Atlanta Braves, LA Dodgers, Washington Nationals og Arizona Diamondbacks í Bandaríkjunum auk þess að spila í Mexíkó og Japan.