Rúmlega 1.500 manns í Gamlárshlaupi ÍR

Frá Gamlárshlaupi ÍR fyrir nokkrum árum.
Frá Gamlárshlaupi ÍR fyrir nokkrum árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á morgun fer hið árlega Gamlárshlaup ÍR fram. Hafa rúmlega 1.500 manns skráð sig í hlaupið í ár.

Gamlárshlaup ÍR hefst fyrir framan Hörpuna klukkan 12 á hádegi á morgun.

„Gleðin er ávallt við völd í Gamlárshlaupi ÍR, hvernig sem viðrar, en auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum.

Á meðan sumir leggja kapp á að bæta sinn besta tíma á hraðri og flatri braut þá berjast aðrir um um að hljóta verðlaun fyrir frumlegasta búninginn eða einfaldlega hafa gaman af,“ segir meðal annars í tilkynningu frá skipulagsnefnd hlaupsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert