Karlinn fékk pening en konan hárvörur

Selina Freitag.
Selina Freitag. AFP/Geir Olsen

Selina Freitag fagnaði sigri í 1. umferð í skíðastökkskeppni í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi á dögunum.

Freitag, sem er 23 ára gamall Þjóðverji, fékk sjampó, baðsápu og handklæði í verðlaun á mótinu.

Austurríkismaðurinn Jan Hörl fagnaði einnig sigri í 1. umferðinni, karlamegin, og fékk að launum 3.200 evrur en það samsvarar rúmlega 460.000 íslenskra króna.

Augljós munur

„Þetta er hneyksli,“ sagði hin norski Jan Erik Aalbu, yfirþjálfari norska landsliðsins í skíðastökki í samtali við norska miðilinn NRK.

„Í svona tilfellum hefði í raun verið betra að sleppa verðlaununum alveg,“ bætti Aalbu við.

„Ég vil ekki kvarta yfir þessu en það er augljós munur á þessum verðlaunum,“ sagði þýski sigurvegarinn Freitag í samtali við Bild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka