Franski skíðamaðurinn Cyprien Sarrazin hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild eftir alvarlegt slys sem hann varð fyrir á æfingu í Bormio á Ítalíu í síðustu viku.
Hinn þrítugi Sarrazin missti stjórn á skíðunum þegar hann var á mikilli ferð og féll nokkra metra áður en hann lenti á bakinu. Var hann fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala.
Þar kom í ljós að hársbreidd var frá því að blæða inn á heila þess franska. Hann fór í bráðaskurðaðgerð sem var afar vel heppnuð og gæti hann fengið að snúa heim til Frakklands á næstu dögum.
Sarrazin hefur unnið fimm keppnir á heimsbikarnum og var árið 2024 það besta á ferlinum hjá þeim franska.