Alfreð Leó Svansson og Sandra María Jessen voru í kvöld útnefnd íþróttafólk ársins 2024 hjá Íþróttafélaginu Þór á Akureyri á verðlaunahátíð félagsins í Hamri.
Alfreð er 31 árs gamall rafíþróttamaður og var lykilmaður í liði Þórs sem varð Íslandsmeistari í Counter Strike á árinu 2024.
Sandra María er 29 ára knattspyrnukona, fyrirliði Þórs/KA og leikmaður íslenska landsliðsins, og varð markadrottning Bestu deildarinnar 2024. Hún var jafnframt kjörin besti leikmaður deildarinnar í kosningu leikmanna, ásamt því að vera valin best af öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um deildina.