Ótrúlega misjafnt hvernig fólk upplifir Ísland

„Það er ótrúlega misjafnt hvernig fólk upplifir Ísland,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn og hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í Dagmálum.

María Ögn, sem er 43 ára gömul, stendur á tímamótum á sínum ferli en hún hefur verið ein fremsta hjólreiðakona landsins undanfarna tvo áratugi.

Aldrei upplifað svona kyrrð

María starfar núna sem leiðsögumaður hjá Ice Bike Adventures þar sem hún fer reglulega með erlenda ferðamenn í hjólaleiðangra um landið.

„Sumir taka mikið eftir blómunum á meðan aðrir taka eftir kyrrðinni og sandinum,“ sagði María Ögn.

„Sumir hafa aldrei upplifað jafn mikla kyrrð og það er ofboðslega gaman að fá að upplifa landið sitt í gegnum þetta fólk,“ sagði María Ögn meðal annars.

Viðtalið við María Ögn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ferðamenn við Reynisfjöru.
Ferðamenn við Reynisfjöru. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert