Undrabarnið sýnir bikarinn á Old Trafford

Luke Littler með heimsmeistarabikarinn síðastliðið föstudagskvöld.
Luke Littler með heimsmeistarabikarinn síðastliðið föstudagskvöld. AFP/Ben Stansall

Luke Littler, heimsmeistari í pílukasti, mun heimsækja Old Trafford, heimavöll Manchester United, til þess að sýna verðlaunagripinn sem hann hlaut í byrjun ársins.

Littler, sem er aðeins 17 ára gamall, hefur verið stuðningsmaður Man. United alla tíð og sagði við fréttamenn eftir sigurinn að hann myndi gjarna vilja fara á Old Trafford og fagna heimsmeistaratitli sínum með stuðningsmönnum félagsins.

Enskir miðlar greina frá því að starfsfólk Man. United hafi sett sig í samband við teymi Littlers með það fyrir augum að finna hentuga dagsetningu.

Sem stendur er líklegast að 19. janúar henti best. Þá á Man. United heimaleik gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni. Degi áður kemur Littler heim frá Barein eftir þátttöku í móti þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert