Skandall, fáránlegt, ólíðandi

Eygló Fanndal Sturludóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir …
Eygló Fanndal Sturludóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir voru efstar í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2024. mbl.is/Ólafur Árdal

Skandall, fáránlegt, ólíðandi, ótrúlegt, hneisa. Þetta er lítill hluti þeirra orða sem bakvörður dagsins hefur séð í athugasemdakerfum samfélagsmiðla vegna kjörs míns og kollega minna í Samtökum íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og þýska stórliðsins Bayern München, var kjörin íþróttamaður ársins 2024 með fullt hús stiga í upphafi árs. Það þýðir að allir 24 íþróttafréttamennirnir í Samtökum íþróttafréttamanna, sem fjalla um íþróttir allan ársins hring, voru með Glódísi í efsta sæti á sínum kjörseðli.

Sóley Margrét Jónsdóttir varð heims- og Evrópumeistari í kraftlyftingum og hafnaði í öðru sæti í kjörinu. Hún átti glæsilegt ár og hefði eflaust staðið uppi sem sigurvegari í kjörinu á öðru ári.

mínu mati er Glódís hins vegar fullkomlega verðskuldaður sigurvegari. Hún er besti leikmaður heims í sinni stöðu í vinsælustu íþrótt í heimi. 

Það er erfitt að bera það saman við íþróttamenn sem keppa tvisvar á ári á stórmótum og gera það glæsilega. Að mínu mati var Glódís heilt yfir besti íslenski íþróttamaður ársins 2024. Það er allt í lagi að vera ósammála en það er ekki skandall, fáránlegt né hneisa.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert