Leikjum frestað vegna gróðureldanna

LeBron James og félagar í LA Lakers mættu ekki Charlotte …
LeBron James og félagar í LA Lakers mættu ekki Charlotte Hornets í Los Angeles í nótt. AFP/Sean M. Haffey

Los Angeles Lakers ákvað að fresta leik sínum gegn Charlotte Hornets, sem átti að fara fram á heimavelli liðsins í NBA-deildinni í körfuknattleik nótt, vegna gróðureldanna sem geisa í Los Angeles um þessar mundir.

Gróðureldarnir hafa valdið því að tæplega 180.000 íbúar hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og hefur fjöldi þeirra brunnið til grunna. Þá eru tíu manns látnir.

Los Angeles Kings, sem spilar leiki sína á Crypto.com-leikvanginum í Los Angeles, ákvað sömuleiðis að fresta leik sínum gegn Calgary Flames sem átti að fara fram í NHL-deildinni í íshokkíi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert