Tennis er hversdagslegur án mín

Nick Kyrgios situr fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun.
Nick Kyrgios situr fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun. AFP/Adrian Dennis

Ástralski tennisleikarinn Nick Kyrgios tekur þátt á sínu fyrsta stórmóti síðan á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2022 þegar hann keppir á Opna ástralska meistaramótinu í Melbourne í mánuðinum.

Kyrgios, sem er 29 ára, hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár, þar á meðal úlnliðsmeiðsli sem hann óttaðist að myndi binda enda á feril sinn.

„Ég held að við horfum á íþróttir því við viljum stóra persónuleika,“ sagði Kyrgios á fréttamannafundi í morgun. Hann hefur oft komið sér í fréttirnar fyrir að missa stjórn á skapi sínu og láta fólk heyra það.

„Það að ég sé kominn aftur tel ég að setji smá spurningarmerki við hvað sé að fara að gerast í dag. Ég elska það. Alltaf þegar ég stíg út á völlinn veit ég ekki hvort ég verði gífurlega umdeildur á góðan eða slæman hátt.

Ég held að það sé gott að ég sé kominn aftur. Ég tel það mikilvægt. Mér finnst sem íþróttin hafi verið orðin svolítið hversdagsleg,“ bætti Kyrgios við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert