Jón Erik og Bjarni á palli á Ítalíu

Jón Erik Sigurðsson og Bjarni Þór Hauksson enduðu báðir á …
Jón Erik Sigurðsson og Bjarni Þór Hauksson enduðu báðir á palli. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands

Landsliðsmennirnir Bjarni Þór Hauksson og Jón Erik Sigurðsson enduðu á palli á alþjóðlegu stórsvigsmóti á Ítalíu í dag.

Jón Erik var með annan besta tímann eftir fyrri ferðina og Bjarni Þór með þann fjórða besta. Í seinni ferðinni tók Bjarni Þór brautartímann og Jón Erik var aftur með annan besta tímann. Árangurinn skilaði öðru sæti fyrir Jón Erik og þriðja sæti fyrir Bjarna Þór.

Fyrir mótið fékk Jón Erik 34.56 FIS punkta en þetta er hans allra besti árangur á ferlinum í stórsvigi. Bjarni Þór skoraði 38.18 FIS punkta sem er einnig hans besti árangur í stórsvigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert