Ástralski tennisleikarinn Nick Kyrgios féll úr leik í fyrstu umferð Opna ástralska meistaramótsins í Melbourne þegar hann mætti Skotanum Jacob Fearnley og tapaði 3:0 í morgun.
Fearnley vann fyrsta sett 7:6 eftir upphækkun, annað sett 6:3 og vann sömuleiðis þriðja sett 7:6 eftir upphækkun.
Kyrgios hefur átt við þrálát meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og lék síðast á Opna ástralska meistaramótinu árið 2022. Hann tók síðast þátt á stórmóti fyrir tæplega tveimur og hálfu ári.
Ástralinn átti við meiðsli að stríða á meðan leiknum við Fearnley stóð, kvartaði undan eymslum í kvið, og náði sér ekki á strik á meðan Skotinn ungi lék við hvurn sinn fingur.