Jón Erik komst aftur á verðlaunapall

Jón Erik Sigurðsson hefur náð góðum árangri í vetur.
Jón Erik Sigurðsson hefur náð góðum árangri í vetur. Ljósmynd/SKÍ

Jón Erik Sigurðsson, landsliðsmaður í alpagreinum, hefur komist á  verðlaunapall á tveimur mótum á síðustu dögum á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins, FIS-mótum, á Ítalíu.

Á sunnudaginn varð Jón Erik sjötti á stórsvigsmóti, eftir að hafa verið í sjötta sæti eftir fyrri ferðina. Hann fékk 43,73 FIS-punkta.

Í gær náði Jón síðan þriðja sæti á öðru móti eftir að hafa verið fimmti eftir fyrri ferðina, og fékk 43,11 FIS-punkta, sem er hans næstbesti árangur. Sigurvegarinn, Stanislaw Sarzynski frá Póllandi sem varð 90/100 úr sekúndu á undan Jóni, fékk 34,38 punkta.

Hann hefur flogið upp heimslistana í vetur og farði upp um rúmlega 600 sæti í stórsvigi og rúmlega 400 sæti í svigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert