Djokovic sló met Federer

Novak Djokoivc.
Novak Djokoivc. AFP/Vince Caligiuri

Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic sló í dag met Svisslendingsins Roger Federer þegar hann vann Portúgalann Jaime Faria 3:1 í annarri umferð Opna ástralska meistaramótsins í Melbourne.

Djokovic er nú sá tennisleikari sem hefur spilað flesta leiki, karla- og kvennamegin, á stórmótum í tennis. Federer lék sinn síðasta leik á stórmóti árið 2021 og hætti svo ári síðar.

Serbinn hefur nú tekið þátt í 430 viðureignum í einliðaleik á stórmótum og fjölgar þeim að minnsta kosti um eina þar sem Djokovic er kominn í þriðju umferð.

Gegn Faria í dag vann Djokovic fyrsta sett 6:1, Faria vann annað sett 6:7 eftir upphækkun og Djokovic vann svo næstu tvö sett, 6:3, og 6:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert