Jón Erik Sigurðsson, landsliðsmaður í alpagreinum, náði sínum besta árangri á ferlinum á alþjóðlegu stórsvigsmóti í Pozza di Fassa á Íalíu á gær.
Jón Erik hafnaði í 2. sæti, ásamt Norðmanninum Aleksander Berg Thorpe, og skilaði annað sætið honum bestu FIS-punktum ferilsins í stórsvigi, 43,16.
Bjarni Þór Hauksson var einnig á meðal keppenda á Ítalíu og hafnaði í 10. sæti eftir að hafa verið með fjórða besta tímann eftir fyrri ferðina.