Skíðamaðurinn Jón Erik Sigurðsson lauk keppni á unglingamótaröð á Ítalíu með því að komast tvisvar til viðbótar á verðlaunapall.
Jón Erik varð þriðji á svigmóti í gær og annar á svigmóti í dag en á seinna mótinu fékk hann sína bestu FIS-punkta í svigi, 32,56.
Hann komst þar með á verðlaunapall á öllum sjö mótunum, vann eitt, varð fjórum sinnum annar og tvisvar þriðji.
Bjarni Hauksson varð sjötti á svigmótinu í dag og þá keppti Elín Van Pelt á sama stað og náði sínum besta árangri í svigi þegar hún endaði í níunda sæti.