Setti mótsmet í Laugardalshöllinni

Erna Sóley Gunnarsdóttir tilbúin með kúluna í Laugardalshöllinni í dag.
Erna Sóley Gunnarsdóttir tilbúin með kúluna í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Ólympíufarinn og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR var nokkuð frá sínu besta á Stórmóti ÍR í dag, enda um fyrsta mót tímabilsins að ræða.

Erna kastaði best 16,75 metra í Laugardalshöllinni, sem er mótsmet, en Íslandsmet hennar er 17,92 metrar. Hún verður aftur á ferðinni í Höllinni eftir rúma viku þegar Reykjavíkurleikarnir fara fram en frjálsíþróttakeppni þeirra fer fram á mánudagskvöldinu 27. janúar.

Eir Chang Hlésdóttir úr ÍR sigraði bæði í 200 og 400 metra hlaupi kvenna. Hún vann 200 metrana á 24,40 sekúndum og 400 metrana á 55,63 sekúndum.

Eir Chang Hlésdóttir varð tvöfaldur meistari og fékk silfur að …
Eir Chang Hlésdóttir varð tvöfaldur meistari og fékk silfur að auki, og sigrar hér í 200 metra hlaupinu. mbl.is/Hákon Pálsson

Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki sigraði í langstökki kvenna, stökk 6,30 metra, og einnig í 60 metra hlaupi kvenna á 7,53 sekúndum, sem er hennar besti árangur.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA sigraði í 3.000 metra hlaupi kvnena, á 10:11,78 mínútum.

Þorleifur Einar Leifsson úr Breiðabliki sigraði í langstökki karla, stökk 6,87 metra.

Fjölnir Brynjarsson úr FH sigraði í 800 metra hlaupi karla á 1:53,67 mínútum.

Fjölnir Brynjarsson fyrstur í 800 metra hlaupinu.
Fjölnir Brynjarsson fyrstur í 800 metra hlaupinu. mbl.is/Hákon Pálsson

Ægir Örn Kristjánsson úr Breiðablik sigraði í hástökki karla, stökk 1,90 metra.

Marsibil Hafsteinsdóttir úr FH sigraði í hástökki kvnena, stökk 1,70 metra.

Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH sigraði í þrístökki kvenna, stökk 11,31 metra.

Guðný Lára Bjarnadóttir úr Fjölni sigraði í 800 metra hlaupi kvenna á 2:18,20 mínútum.

Guðný Lára Bjarnadóttir á leið í mark í 800 metra …
Guðný Lára Bjarnadóttir á leið í mark í 800 metra hlaupi kvenna. mbl.is/Hákon Pálsson

Karl Sören Theodórsson úr Ármanni sigraði í stangarstökki karla en hann stökk 3,78 metra sem er hans besti árangur. Karl er aðeins 15 ára gamall.

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH sigraði í 60 metra hlaupi karla á 6,93 sekúndum.

Íris Anna Skúladóttir úr FH sigraði í 1,500 metra hlaupi kvenna á 4:43,12 mínútum.

Jónas Isaksen úr Bragðinu í Færeyjum sigraði í 200 metra hlaupi karla á 21,95 sekúndum.

Færeyingurinn Jónas Isaksen fyrstur í 200 metra hlaupinu.
Færeyingurinn Jónas Isaksen fyrstur í 200 metra hlaupinu. mbl.is/Hákon Pálsson

Guðjón Dunbar úr Fjölni sigraði í þrístökki karla, stökk 14,39 metra.

Sæmundur Ólafsson úr ÍR sigraði í 400 m hlaupi karla á 48,92 sekúndum.

Ísak Óli Traustason úr UMSS sigraði í kúluvarpi karla, kastaði 13,99 metra.

Hanna María Petersdóttir úr Fjölni sigraði í stangarstökki kvenna, stökk 3,38 metra sem er hennar besti árangur.

Auk þess var keppt í öllum yngri aldursflokkum. Heildarúrslit Stórmóts ÍR má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert