Bjarni Þór Hauksson og Jón Erik Sigurðsson urðu í tveimur efstu sætunum á alþjóiðlegu unglingamóti í svigi í Folgaria á Ítalíu í gær.
Bjarni Þór var með annan besta tímann eftir fyrri ferðina og Jón Erik þann ellefta. Í seinni ferðinni tók Bjarni Þór hinsvegar besta brautartímann sem gaf honum gullið og Jón Erik annan besta tímann sem dugði honum til að næla í silfrið, 1,22 sekúndu á eftir Bjarna.
Á eftir þeim komu síðan fjórir ítalskir keppendur en Daniele Mastrobattista varð í þriðja sæti, 1/100 úr sekúndu á eftir Jóni Erik.
Þar með hefur Jón Erik unnið til verðlauna á átta unglingamótum í röð á Ítalíu.