Serbinn Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu með því að vinna spænska ungstirnið Carlos Alcaraz 3:1 í átta manna úrslitum í Melbourne.
Hinn 21 árs gamli Alcaraz vann fyrsta sett 4:6 og átti Djokovic sýnilega í vandræðum þar sem hann haltraði undir lok settsins. Eftir að hafa fengið aðhlynningu var hins vegar allt annað að sjá til Serbans.
Djokovic, sem er 37 ára gamall, vann annað sett 6:4, þriðja sett 6:3 og fjórða sett 6:4 og tryggði sér þannig frækinn sigur.
Þar með færist hann skrefi nær því að vinna Opna ástralska meistaramótið í ellefta sinn, en tíu sigrar hans í einliðaleik á mótinu er met karlamegin. Þá hefur Djokovic unnið 24 stórmót og freistar þess að bæta 25. sigrinum í safnið.