Spænska tenniskonan Paula Badosa tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu með afar óvæntum sigri á Bandaríkjakonunni Coco Gauff, 2:0.
Badosa vann fyrsta sett 7:5 eftir upphækkun og annað sett 6:4. Komst hún þannig í fyrsta sinn á ferlinum í undanúrslit á stórmóti, en Badosa er 27 ára og var frá keppni um tveggja ára skeið vegna bakmeiðsla.
Upp á sitt besta komst hún í annað sæti heimslistans en á meðan meiðslavandræðunum stóð féll Badosa alla leið niður í 140. sæti. Var það aðeins fyrir ári síðan sem hún óttaðist að ferlinum væri lokið vegna bakvandamálanna.
Badosa batt með sigrinum í morgun enda á 13 leikja sigurgöngu Gauff sem þótti töluvert sigurstranglegri fyrir viðureignina.