Meiddur Djokovic baulaður af velli

Novak Djokovic hætti keppni í morgun.
Novak Djokovic hætti keppni í morgun. AFP/Martin Keep

Novak Djokovic var baulaður af velli þegar hann hætti leik gegn Alexander Zverev í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í Melbourne í morgun.

Djokovic var að glíma við meiðsli fyrir viðureignina og ákvað að draga sig í hlé eftir að hafa tapað fyrsta setti 7:6 eftir upphækkun.

Meiddist hann á vinstri fæti í átta manna úrslitum gegn Carlos Alcaraz fyrr í vikunni og sagði við fréttamenn í morgun að hann hafi einfaldlega ekki getað haldið áfram.

Zverev fer þar með í úrslit þar sem hann mætir annaðhvort Jannik Sinner eða Ben Shelton, en þeir eigast nú við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert