Naumt tap íslensku strákanna gegn Ísrael

Haukur Karvelsson skoraði annað mark íslenska liðsins.
Haukur Karvelsson skoraði annað mark íslenska liðsins. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

U20 ára karlalandslið Íslands í íshokkí mátti þola naumt tap gegn Ísrael, 3:2, í fimmta og síðasta leik sínum í 2. deild B á heimsmeistaramótinu í Belgrad í Serbíu í dag.

Ísrael komst yfir á 12. mínútu en Arnar Helgi Kristjánsson jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar.

Ísrael tók aftur forystuna á 32. mínútu. Íslensku strákarnir voru þó fljótir að svara fyrir sig en á 38. mínútu jafnaði Haukur Karvelsson metin. Sigurmark Ísraela kom í þriðju og síðustu lotu og unnu þeir að lokum 3:2-sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert