Sigurvegarar frá Siglufirði og Sauðárkróki

Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Íþróttafélagið Snerpa frá Siglufirði sigraði í sveitakeppni á Norðurlandsmótinu í boccia sem haldið var í íþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn.

Sigursveit Snerpu skipuðu þær Anna Kristinsdóttir og Hrafnhildur Sverrisdóttir.

Eik B frá Akureyri varð í öðru sæti en þar kepptu Helga Helgadóttir og Baldvin Steinn Torfason, Bronsið fékk lið Akurs B frá Akureyri en það skipuðu Kolbeinn Skagfjörð og Oddur Andri Hrafnsson.

Aðalheiður Bára Steinsdóttir úr Grósku frá Sauðárkróki sigraði í BC 1-4 og rennuflokki. Karl Guðmundsson úr Eik varð annar og Steinar Þór Björnsson úr Grósku þriðji.

Fimm félög tóku þátt í mótinu en Eik átti 23 keppendur, Akur 14, Völsungur 14, Snerpa 6 og Gróska 4.

Þorgeir Baldursson tók meðfylgjandi myndir á mótinu:

Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert