Annar sigur SR á tímabilinu

Gunnborg Jóhannsdóttir skoraði eitt mark fyrir SR.
Gunnborg Jóhannsdóttir skoraði eitt mark fyrir SR. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

SR hafði bet­ur gegn Fjölni, 4:2, þegar liðin mætt­ust á Íslands­móti kvenna í ís­hokkíi í Skauta­höll­inni í Laug­ar­dal í kvöld. Var um ann­an sig­ur liðsins á tíma­bil­inu að ræða.

SR er áfram í þriðja og neðsta sæti deild­ar­inn­ar en nú með sex stig. Fjöln­ir er áfram á toppn­um með 20 stig.

Alice Gasper­ini kom SR í for­ystu eft­ir tæp­lega þriggja mín­útna leik og Gunn­borg Jó­hanns­dótt­ir tvö­faldaði svo for­yst­una þegar fyrsta lota var rúm­lega hálfnuð.

Í upp­hafi annarr­ar lotu minnkaði Stein­unn Sig­ur­geirs­dótt­ir mun­inn fyr­ir Fjölni en ör­skömmu síðar skoraði Ylfa Bjarna­dótt­ir þriðja mark SR.

Gasper­ini skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark SR áður en Elín Dar­koh minnkaði mun­inn í tvö mörk fyr­ir Fjölni.

Staðan þá orðin 4:2 og reynd­ust það loka­töl­ur þar sem ekk­ert var skorað í þriðju og síðustu lotu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert