Tveir Íslendingar á verðlaunapalli

Sturla Snær Snorrason lenti í fyrsta sæti í morgun.
Sturla Snær Snorrason lenti í fyrsta sæti í morgun. Ljósmynd/SKÍ

Tveir íslenskir skíðamenn lentu á verðlaunapalli í svigi á alþjóðlegu skíðamóti á Ítalíu í morgunn. Sturla Snær Snorrason úr Ármanni lenti í fyrsta sæti og Jón Erik Sigurðsson lenti í þriðja sæti.

Sturla Snær tók skíðin af hill­unni í haust eft­ir langa pásu og þeir taka báðir þátt á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer fram í Saalbach í Austurríki dagana 4. -16. febrúar. 

Sturla Snær Snorrason tekur þátt í svigi og Jón Erik Sigurðsson tekur þátt í stórsvigi og svigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert