Hólmfríður misreiknaði stökkið og féll úr leik

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir stekkur í dag og lendir utan bláu …
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir stekkur í dag og lendir utan bláu línunnar sem má sjá til hægri á myndinni. AFP/Dimitar Dilkoff

Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur tókst ekki að ljúka keppni í risasvigi á HM í alpagreinum í Saalbach í Austurríki í dag.

Hólmfríður Dóra fór vel af stað en misreiknaði síðan svokallað Panorama-stökk í miðri brautinni. Hún stökk þá allt of langt til hægri og lenti þannig vitlausu megin við bláu línuna, sem þýðir að Hólmfríður Dóra féll úr leik.

Þrátt fyrir vonbrigðin í dag er þátttöku hennar ekki lokið á HM í alpagreinum. Hólmfríður Dóra tekur næst þátt í bruni á laugardag og keppir síðan í svigi og stórsvigi í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert