Hólmfríður misreiknaði stökkið og féll úr leik

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir stekkur í dag og lendir utan bláu …
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir stekkur í dag og lendir utan bláu línunnar sem má sjá til hægri á myndinni. AFP/Dimitar Dilkoff

Hólm­fríði Dóru Friðgeirs­dótt­ur tókst ekki að ljúka keppni í risa­svigi á HM í alpa­grein­um í Sa­al­bach í Aust­ur­ríki í dag.

Hólm­fríður Dóra fór vel af stað en mis­reiknaði síðan svo­kallað Panorama-stökk í miðri braut­inni. Hún stökk þá allt of langt til hægri og lenti þannig vit­lausu meg­in við bláu lín­una, sem þýðir að Hólm­fríður Dóra féll úr leik.

Þrátt fyr­ir von­brigðin í dag er þátt­töku henn­ar ekki lokið á HM í alpa­grein­um. Hólm­fríður Dóra tek­ur næst þátt í bruni á laug­ar­dag og kepp­ir síðan í svigi og stór­svigi í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert