Laijipa Naulivou var rekin eftir aðeins fjóra daga sem framkvæmdastjóri Rugbysambands Fídjí.
Naulivou var rekin fyrir að segja að samkynhneigð væri vandamál í kvennalandsliði þjóðarinnar.
Í viðtali í heimalandinu sagði Naulivou að hún vildi reka þjálfarann því að hann „stundar samkynhneigð og fær að velja sitt fólk.“
„Fyrir mér er það siðlaust og rangt. Samkynhneigð er einnig aðalvandamálið þegar kemur að kvennaliðum í Evrópu,“ bætti Naulivou við.
Hún var harðlega gangrýnd fyrir þessi ummæli sín, meðal annars af Rugbysambandinu sem sagði henni upp stuttu síðar.