Vonn meiddist og lauk ekki keppni

Lindsey Vonn þakkar stuðninginn eftir að hún náði ekki að …
Lindsey Vonn þakkar stuðninginn eftir að hún náði ekki að klára í dag. AFP/Barbara Gindl

Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn náði ekki að ljúka keppni þegar hún tók þátt í risasvigi á HM í alpagreinum í Saalbach í Austurríki í dag eftir að hún meiddist á öxl.

Vonn fór of harkalega í beygju og skall með öxlina í eina af stöngunum í brekkunni, keyrði út úr brautinni og var þar með úr leik.

Virtist hún þó nokkuð þjökuð eftir að hafa fengið talsvert högg á öxlina en Vonn, sem er fertug, tók skíðin af hillunni á síðasta ári eftir að hafa verið hætt um fimm ára skeið og m.a. farið í liðskiptaaðgerð á hné.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert