Hólmfríður í 29. sæti á HM

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir. AFP/Dimitar Dilkoff

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hafnaði í 29. sæti í bruni á HM í alpagreinum í Saalbach í Austurríki í dag. 

Hólmfríður kom í mark á tímanum 1:47,38 mín. 

Þrír keppendur luku ekki keppni en sú bandaríska Breezy Johnson vann á tímanum 1:41,29 mín. 

Heimakonan Mirjam Puchner hafnaði í öðru sæti og sú tékkneska Ester Ledecka í þriðja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka